top of page
Writer's pictureElín Berglind Skúladóttir

Kolagerð og kolateikning

Updated: Mar 3, 2022

Í upphafi skólaársins hef ég eitt af verkefnum 5. bekkjar að búa til kol fyrir komandi skólaár. Það sem ég læt þau gera er að safna greinum allt frá örfínum í næstum sentimetra þykkar greinar. Þær greinar þurrka ég og brýt niður í hæfilegar stærðir, set í örbylgjuofn í u.þ.b. hálfa mínútu og síðan er þessu pakkað inn í álpappír og sett á kolagrill. Þessi kol eru úr nokkrum trjá- og runnategundum og fannst mér víði- og birkigreinar koma vel út hvað varðar gæði á kolunum í teikningu. Breiðari kolin þurfa lengri tíma á grillinu og þurfa helst að vera í 1-1 1/2 klst.





44 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page