top of page
Writer's pictureElín Berglind Skúladóttir

Pappamassagerð

Updated: Jun 8, 2022

Pappamassi – Fígúrur, húsdýr, fuglar


Undirbúningur:


Pappamassagerð er mikil skipulagning og tímafrekt en útkoman vel þess virði. Gott er að bera allt fram með skipulögðum hætti. Setja sullmottur tilbúnar undir pappamassann til að sem minnst fari á borðin, hafa borðin sett upp þannig að auðvelt sé að og aðstoða nemendur. Þegar farið er að mála hafa bakka tilbúna með mismunandi litum t.d. í ísmolaboxum þar sem hægt er að setja marga mismunandi jarðtónaliti og hafa pensla tilbúna hjá boxunum til að hægt sé að byrja strax. Hægt að útfæra vinnu með pappamassa í allskyns þemu og viðfangsefni.

1) Uppskrift að passamassa


- Látið pappann liggja í nokkrar mínútur í bleyti (Eggjabakkar rifnir niður (stóru bakkarnir bestir)

- Sjóðandi heitt vatn upp fyrir pappann

- Tæta allt með töfrasprota

- Sigta vatnið frá með sigti eða viskastykki (mæli með viskastykki 😊)

- Setja í kúlum í skálar (jafnmargar og nemendafjöldi)

- Bæta út í hvítu fljótandi lími (Allround glue/Elmers glue) u.þ.b. ¼ - ½ dl í hverja skál, meira ef það tollir ekki við

2) Álpappír Skera álpappír u.þ.b. 30x30 cm fer eftir því hvað á að gera og hversu stórt. Jafn mörg stykki eða fleiri en nemendafjöldi.


3) Pappír / A4 blöð / teikniplötur til að merkja, gera hugmyndavinnu og leggja fuglinn/dýrið til þerris.

4) Ef maður ætlar að blanda pappamassann deginum áður er gott að gera allt eins og á að gera, hafa smá raka enn í pappamassanum nema geyma límblönduna þar til rétt áður en á að nota hana. Blandan dugar með líminu í u.þ.b. 4-6 klukkustundir, lengur ef sett er plast yfir.

5) Aukahlutir á fugl/dýr/fígúru hægt að líma með fljótandi lími, trélími, límbyssu - trjágreinar heilar, stórar og smáar, brotnar eða sagaðar og sagaðar í hringplötur, gott að vera tilbúin með sett af jafnlöngum fyrir fætur á fugla og örmjóar trjágreinar fyrir klær. - afsag af t.d. krossviði, spónaplötum eða mdf plötum, t.d. fyrir gogg eða fætur, stél. - plast tappar, gætu hentað á t.d. - rafmagnssnúrur/gardínusnúrur (klipptar niður í lítil stykki) - tölur - efnisbútar t.d. með áferð, skinn, leður, roð, fílt efni o.fl. - garn – allskonar á litinn og mismunandi áferð


6) Það tekur um 3-5 daga að þurrka pappamassann, fer alveg eftir þykkt og hitastigi á herbergi. En þegar búið er að þurrka pappamassann er komið að því að líma á það sem á að bæta við, t.d. fyrir þessa fugla settu nemendur trjágreinar fyrir fætur, afsag fyrir gogg ef þau mótuðu hann ekki með pappamassanum og límdu svo á afsag af krossvið eða hringplötu úr þykkri trjágrein.

Fuglar á Íslandi – pappamassaverkefni

1. Lota – hugmyndavinna u.þ.b. 25-30 mínútur Nemendur fá kynningu á verkefninu, kveikjan eru Fuglar á Íslandi, í umræðum er skoðað fuglavefinn (www.fuglavefurinn.is) og spáð í hvernig mismunandi fuglar eru í laginu, hvað sé á honum, goggur, fætur, fit eða klær og litirnir, umræður um stað- og farfugla og einkenni fugla. Nemendur fá hver og einn ipad og skoða Fuglavefinn, velja sér þar fugl sem þeir vilja vinna meira með og skoða nokkrar myndir og upplýsingar um hann. Merkja svo blaðið með nafninu sínu í horninu, teikna mynd af fuglinum sínum og skrifa nafnið á fuglinum. Þetta tekur styttri tíma ef notað eru tússtöflur, en ef notað er blað og liti er verkefnið veglegra og þau eru tilbúin með fyrirmynd til að mála eftir næst. Gallinn við blöðin er að þau blotna þegar pappamassinn er lagður á þau og verða ljótari fyrir vikið og pappamassinn getur einnig límst við, en það gerist ekki með tússtöflurnar og hægt er að taka ljósmyndir af tússtöflunum eins og þessi á fyrri síðu.


2. Lota – mótun með álpappír u.þ.b. 10-20 mínútur. Nemendur móta sinn fugl með álpappír, reyna að gera gogg, stél, mynda hausinn og vængina. Þétta vel álpappírinn svo að auðvelt sé að móta á hann með pappamassanum og útbúa einskonar beinagrind til að setja utan á.

3. Lota – Pappamassinn u.þ.b. 20-40 mínútur Nemendur setja pappamassann utan á fuglinn, reyna að slétta úr með fingrunum og klappa pappamassanum svo vel á álpappírinn og strjúka yfir. Þetta er gert yfir alla fleti svo að ekki sjáist í álpappírinn og leyft að þorna í nokkra daga.

4. Lota – Líma aukahluti, málað og sett á plötu u.þ.b. 20-40 mín.

Límt trjágreinar fyrir fætur, fit eða klær, gogg ef þarf og málað yfir með sömu litum og fuglinn er raunverulega. Notað fína og grófa pensla og þekjumálningu. Límt fuglinn á litla plötu til að hann standi. Þurrkað með hárblásara og spreyjað yfir með límlakki og leyft að þorna.

Merkja fuglinn neðan á plötu með nafni á barni og fugli.


Hér fyrir neðan er kennsluáætlun til að prenta út.







814 views0 comments

Recent Posts

See All

Комментарии


bottom of page